Streymt frá fundi OR um kolefnisbindingu

Húsnæði Orkuveitu Reykjavíkur.
Húsnæði Orkuveitu Reykjavíkur. mbl.is/Kristinn Magnússon

Opinn fræðslu- og upplýsingafundur sem Orkuveita Reykjavíkur efnir til um CarbFix-kolefnisbindingaraðferðina fer fram í dag.

Þessari aðferð hefur verið beitt við Hellisheiðarvirkjun Orku náttúrunnar undanfarin ár. Stjórnendur og vísindafólk fyrirtækjanna og Háskóla Íslands munu á fundinum, sem hefst klukkan 16.15, segja frá sögu verkefnisins, árangri þess og hvert er stefnt.

Lagt hefur verið til að stofna sérstakt fyrirtæki um aðferðina til að sem flestir getir nýtt sér hana. Þá ávarpar sendiherra Evrópusambandsins hér á landi fundinn, að því er segir í tilkynningu. Þetta alþjóðlega rannsóknar- og nýsköpunarverkefni hefur notið talsverðra styrkja úr vísindaáætlunum sambandsins.

Hér má fylgjast með streymi frá fundinum: 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert