Jólabækurnar oftast ódýrastar í Bónus

Penninn-Eymundsson vísaði fulltrúa verðlagseftirlitsins út úr verslun sinni í Austurstræti.
Penninn-Eymundsson vísaði fulltrúa verðlagseftirlitsins út úr verslun sinni í Austurstræti. mbl.is/​Hari

Í nýrri verðkönnun verðlagseftirlits ASÍ á jólabókum var Bónus oftast með lægsta verðið, í 62 tilvikum af 77 bókum sem verðkönnunin tók til. Penninn.is var oftast með hæsta verðið, eða í 52 tilvikum.

Könnunin var gerð 10. desember en samkvæmt tilkynningu ASÍ var verð á bókum hjá Máli og menningu og Heimkaupum einungis 10 krónum lægra en hjá Pennanum, sem var oftast með hæsta verðið.

Oftast var verðmunur á hæsta og lægsta verði 40 til 60%, eða um 1.500 til 2.500 krónur.

Penninn-Eymundsson vísaði verðlagseftirlitinu út

Penninn-Eymundsson vísaði fulltrúa verðlagseftirlitsins út úr verslun sinni í Austurstræti og neitaði þátttöku. Var verðið því kannað á penninn.is sem er netverslun Pennans-Eymundssonar, að því er fram kemur í tilkynningu ASÍ.

Bónus var oftast með lægsta verðið í könnuninni, í 61 tilviki af 77 en í öðrum tilfellum dreifðist lægsta verð á Hagkaup, Nettó, Nettó.is og Forlagið.

Mestur var verðmunurinn á bókinni Fótboltaspurningar eftir Bjarna Þór og Guðjón Inga eða 160%. Lægst var verðið hjá Bónus, 998 kr. en hæst hjá Heimkaup.is, 2.590 kr. sem gerir 1.592 kr. verðmun. Í krónum talið var mestur verðmunur á bókinni Síldarárin 1867-1969 eftir Pál Baldvin Baldvinsson, 5.992 kr. eða 54%.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert