Fyrsti dagurinn í Bláfjöllum í dag

Í Bláfjöllum á góðum degi.
Í Bláfjöllum á góðum degi. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Brekkurnar eru að vísu hálftómar en hér er nægur snjór til að við getum opnað,“ segir Magnús Árnason, framkvæmdastjóri Skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins. Fyrsti dagur vetrarins sem opið er í Bláfjöllum er í dag.

Vetrarveður síðustu daga kemur sér vel fyrir skíðaáhugafólk og alls verða tíu lyftur af fjórtán opnaðar í dag. Þar á meðal er sjálfur Kóngurinn. Opið verður í dag og á morgun frá klukkan 10-17 og kveðst Magnús búast við því að einnig verði opið í næstu viku.

„Langtímaspáin gerir ráð fyrir snjókomu í seinni hluta næstu viku en fram að því verði bara kuldi. Þessi snjór ætti því að tolla. En við tökum öllum nýjum snjó fagnandi,“ segir framkvæmdastjórinn. Hann segir jafnframt að stefnt sé að því að opna í Skálafelli hinn 1. febrúar, venju samkvæmt.

Guðmundur Karl Jónsson, forstöðumaður skíðasvæðisins í Hlíðarfjalli á Akureyri, segir í samtali við Morgunblaðið að farið sé að hilla undir opnun í fjallinu. „Eins og snjómagnið er mikið hér fyrir norðan er nú minnst af því hérna í Hlíðarfjallinu,“ segir hann í léttum tón. „Það er góður frostakafli núna og við gætum séð eitthvað fara að skýrast í næstu viku,“ segir hann ennfremur.

Skíðasvæðið á Ísafirði var opnað í gær og verður opið áfram í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert