Tvö útköll vegna heitavatnsleka

Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu fór í þrjú útköll eftir klukkan 4 í nótt.

Tvö þeirra voru vegna heitavatnsleka. Annað var í íbúð í fjölbýlishúsi í Fellahverfinu í Breiðholti þar sem lekið hafði á milli hæða. Hitt var í nýbyggingu í Skipholti þar sem skrúfa þurfti fyrir krana.

Þriðja útkallið var vegna brunaviðvörunarkerfis sem hafði farið í gang en ekki reyndist hafa kviknað í.

mbl.is