Miðlar styrktir með skattaafslætti

Óli Björn Kárason.
Óli Björn Kárason.

Fjölmiðlar verða undanþegnir greiðslu tryggingagjalds launa, samkvæmt frumvarpi sem fjórir þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa lagt fram.

Undanþágan mun gilda fyrir laun í tveimur neðri skattþrepum, þ.e. laun upp að um 920 þúsund krónum á mánuði, fyrir starfsmenn sem vinna við framleiðslu fréttaefnis, svo sem blaðamenn og útvarpsmenn, en einnig aðra starfsmenn sem styðja við þá framleiðslu, svo sem starfsmenn auglýsingadeilda og launabókhalds.

Óli Björn Kárason er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins. Hann segir frumvarpið lagt fram með það fyrir augum að styrkja rekstrargrundvöll sjálfstæðra fjölmiðla með skýrari og gagnsærri hætti en frumvarp menntamálaráðherra, sem ráðherra mun að öllum líkindum mæla fyrir í dag. Frumvarp ráðherra gerir ráð fyrir 18% endurgreiðslu til fjölmiðla af ritstjórnarkostnaði, að hámarki 50 milljónir króna til hvers fjölmiðils.

„Með því að styðja við miðla í gegnum skattkerfið tryggjum við að allir sitji við sama borð,“ segir Óli Björn. Aðspurður segir hann að ekki hafi verið ráðist í mat á áhrifum frumvarpsins á ríkissjóð, Talið sé að 600-700 starfsmenn fjölmiðla falli undir skilgreininguna og segir Óli Björn í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert