John Snorri hættur á Esjunni

Fjallagarpurinn John Snorri Sigurjónsson hefur ákveðið að hætta göngu sinni á Esjuna í dag vegna eymsla í hægra hné. Ekki var talin ástæða til að stefna stóra leiðangrinum á K2 í hættu og hann er sannfærður um að verkirnir sem hann finnur nú muni ekki hafa áhrif á hann.

Eftir að hafa gengið sleitulaust frá því klukkan 18 í gærdag lét hann staðar numið um kl. 13 í dag þegar hann hafði lokið rúmum átta ferðum upp og niður Esjuna. Markmið Johns Snorra er sem fyrr að klífa eitt hættulegasta fjall heims, K2 að vetrarlagi, fyrstur manna. Göngumaraþonið á Esjuna átti að standa yfir í rúman sólarhring og var liður í fjáröflun hans fyrir ferðina.

mbl.is hitti John Snorra þegar hann var að koma niður í síðasta skipti í dag rétt eftir hádegi en þá hafði hann ekki tekið ákvörðun um að hvort hann myndi halda aftur á fjallið. 

Þeim sem vilja leggja John Snorra lið er bent á styrkt­ar­reikn­ing 0549-26-000052, kt 200673-5499.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert