Bjóða einstæðum aftur í ekta jól

Viktor Joensen, sem er meðal skipuleggjenda svonefndra Ekta jóla, segir …
Viktor Joensen, sem er meðal skipuleggjenda svonefndra Ekta jóla, segir að viðburðurinn verði tvöfalt flottari þetta árið. mbl.is/Kristinn Magnússon

Þeim sem eru einir á jólunum verður öðru sinni boðið að eyða aðfangadagskvöldi í góðum hópi fólks á Orange Café við Ármúla í kvöld.

Viktor Joensen, sem er meðal skipuleggjenda svonefndra Ekta jóla, segir að viðburðurinn verði tvöfalt flottari þetta árið. „Við ætlum að endurtaka leikinn. Þetta verður flottara, það er fullt af góðum fyrirtækjum búið að styrkja okkur um gjafir og mat.“

Maturinn verður í boði Esju, Banana og Garra en eðli málsins samkvæmt getur Viktor ekki gefið upp hvaðan gjafirnar eru. Það komi í ljós þegar þær verða opnaðar eftir matinn í kvöld.

Undirbúningur í fullum gangi.
Undirbúningur í fullum gangi. mbl.is/Kristinn Magnússon

Tuttugu og sex nutu aðfangadagskvölds á Orange Café á síðasta ári og þegar blaðakona ræddi við Viktor síðdegis í gær höfðu 30 þegar skráð sig. „Svo eru alltaf einhverjir sem bætast við á síðustu stundu. Það er allavega nóg pláss, við getum tekið á móti allt að fimmtíu manns, ef fólk er enn að íhuga að koma.“

Húsið opnar klukkan 17 og hefst borðhald á forrétti, sveppasúpu, klukkan 18. Aðalrétturinn, lamblæri og hamborgarahryggur, verður svo borinn á borð klukkan 19 og eftirréttur að því loknu, ís frá Skúbb.

Loks verða gjafir opnaðar. „Þetta er æðislegt að öll þessi fyrirtæki geti hjálpað okkur og verið með okkur í þessu.“

Maturinn verður í boði Esju, Banana og Garra.
Maturinn verður í boði Esju, Banana og Garra. mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is/Kristinn Magnússon



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert