Gæddu sér á pylsum og ís á jólunum

Viðskiptavinir Valdísar víla það ekki fyrir sér að borða utan …
Viðskiptavinir Valdísar víla það ekki fyrir sér að borða utan dyra. mbl.is/Kristinn Magnússon

Það var nóg að gera hjá pylsu-, ís og kaffisölum þessi jólin, jafnvel á sjálft aðfangadagskvöld. Færst hefur í aukana að matsölustaðir miðsvæðis ákveði að halda dyrum sínum opnum á aðfangadagskvöld og jóladag.

Einn af þeim veitingastöðum sem bættust í hóp þeirra sem hafa opið á jóladag er reyndar ísbúð, Ísbúðin Valdís. Þar var nóg að gera frá hálftólf fyrir hádegi og fram til ellefu um kvöldið, að sögn eigandans, Gylfa Þórs Valdimarssonar. Hann segir að ferðamönnum þyki sérstakt að sjá ísbúð opna á þessum tíma, þegar veturinn standi sem hæst og jafnvel jólin sjálf. Það sé upplifun að fara í ísbúð á Íslandi á jólum.

„Ég man þegar ég var að læra kokkinn á sínum tíma 1997. Þá var ég að vinna á aðfangadag á Hótel Loftleiðum með tárin í augunum frammi í sal að bera fram kjöt klukkan sex fyrir þessar tuttugu hræður sem þar voru. Þá hugsaði maður hvað þetta lið væri eiginlega að gera, hvort það gæti ekki verið heima hjá sér á jólunum. Þetta er búið að snúast dálítið við þar sem sífellt fleiri sækja veitingastaði um jólin,“ segir Gylfi í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert