Stórfjölgun læknismeðferða erlendis

Aðsetur Sjúkratrygginga Íslands er í Grafarholti.
Aðsetur Sjúkratrygginga Íslands er í Grafarholti.

Sífellt fleiri Íslendingar leita sér læknismeðferðar erlendis vegna langra biðlista eftir aðgerðum hér á landi og hafa greiðslur vegna þeirra stóraukist.

Endurgreiðslur Sjúkratrygginga Íslands (SÍ) á fyrstu átta mánuðum síðasta árs voru álíka miklar og á öllu árinu þar á undan.

Fram kemur í svari SÍ til Morgunblaðsins um endurgreiðslur vegna lækniskostnaðar erlendis að þær námu rúmum 43 milljónum á fyrstu átta mánuðum seinasta árs en voru 43,8 milljónir á árinu á undan. Árið 2017 voru greiddar út tæpar 26 milljónir króna til sjúklinga sem þurftu að leita sér læknismeðferðar erlendis í kjölfar þriggja mánaða biðar hér heima þar sem talið var að bið eftir nauðsynlegri meðferð væri óviðunandi af læknisfræðilegum ástæðum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »