17 dómarar dæma mál Íslands

Einar Karl Hallvarðsson.
Einar Karl Hallvarðsson. mbl.is/Styrmir Kári

Málsaðilar í svonefndu landsréttarmáli fyrir Mannréttindadómstól Evrópu (MDE) hafa fengið upplýsingar um hvaða dómarar munu dæma málið, sem tekið verður fyrir í yfirrétti 5. febrúar næstkomandi.

Einar Karl Hallvarðsson ríkislögmaður kvaðst vera að undirbúa málið og ekki geta tjáð sig um það. Staðfesti hann þó að ríkið hefði á miðvikudaginn var sent dómstólnum viðbótargögn vegna málsins. Um væri að ræða mikið af gögnum sem væru að hluta svar við spurningum dómara. Samkvæmt heimildum blaðsins er um að ræða hundruð blaðsíðna. Ríkislögmaður hafi notið liðsinnis dómsmálaráðuneytisins og utanaðkomandi sérfræðinga.

Einar Karl sagði embættið hafa fengið greinargerðir meðalgönguaðila í hendur föstudaginn 10. janúar. Um er að ræða félagasamtök í Varsjá, stjórnvöld í Póllandi og umboðsmann almennings í Georgíu.

Einar Karl kvaðst aðspurður ekki vilja tjá sig um greinargerð Sigríðar Á. Andersen, fv. dómsmálaráðherra, í málinu, en hún sagði af sér eftir dóm undirréttar MDE. Fjallað var um greinargerðina í Morgunblaðinu í gær, en Sigríður andmælti forsendum dómsins og sjónarmiðum sem birtast í greinargerð Vilhjálms H. Vilhjálmssonar hrl. í málinu. Hann vildi ekki tjá sig um það í Morgnblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »