Íslendingur deilir 4. vinningi með 40 öðrum

Íslendingur, og um 40 aðrir Evrópubúar, duttu í lukkupottinn í …
Íslendingur, og um 40 aðrir Evrópubúar, duttu í lukkupottinn í kvöld.

Íslendingur datt í lukkupottinn í útdrætti kvöldsins í EuroJackpot þegar hann hreppti fjórða vinning. Lukkudísirnar voru reyndar hliðhollar mörgum í kvöld og þarf Íslendingurinn að deila vinningnum með 40 öðrum vinningshöfum. Hver þeirra fær rúmar 929 þúsund krónur. Vinningsmiðinn á Íslandi var keyptur í Kvikk á Akranesi. 

Fyrsti vinningur gekk ekki út í útdrætti kvöldsins en tveir skiptu með sér öðrum vinningi og hlýtur hvor þeirra rúmlega 162 milljónir króna. Miðarnir voru keyptir í Þýskalandi og Tékklandi.

Þrettán skiptu með sér þriðja vinningi og fær hver þeirra rétt tæplega 6,8 milljónir króna. Níu miðanna voru keyptir í Þýskalandi og sinn miðinn hver í Danmörku, Ítalíu, Svíþjóð og Ungverjalandi. 

Einn var með annan vinning í Jóker, sá keypti miðann í Olís á Selfossi og fær hann 100 þúsund krónur. Fyrsti vinningur í Jóker gekk ekki út að þessu sinni.

Tölur kvöldsins: 

Aðaltölur: 1 - 23 - 32 - 45 - 49

Stjörnutölur: 5 - 10 

mbl.is