Flateyrarvegi og Súðavíkurhlíð lokað

Veginum að Flateyri verður lokað í kvöld.
Veginum að Flateyri verður lokað í kvöld. mbl.is/RAX

Flateyrarvegi og veginum um Súðavíkurhlíð verður lokað klukkan 23:00 í kvöld vegna veðurs en appelsínugul veðurviðvörun tekur gildi á Vestfjörðum á miðnætti.

Fram kemur á vef Vegagerðarinnar að athugað verði klukkan átta í fyrramálið hvort hægt sé að opna veginn.

mbl.is