Keyrði á ljósastaur

Keyrt var á ljósastaur fyrr í kvöld, þó ekki þann …
Keyrt var á ljósastaur fyrr í kvöld, þó ekki þann á myndinni. mbl.is/Þorvaldur Örn Kristmundsson

Tveir voru fluttir á slysadeild fyrr í kvöld vegna umferðaróhapps þegar keyrt var á ljósastaur í Hafnarfirði. Þetta staðfesti slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu í samtali við mbl.is. 

Samkvæmt upplýsingum eru þeir sem lentu í óhappinu lítið eða óslasaðir. 

mbl.is