Rán og árás í verslun

Ljósmynd/Kristinn Freyr Jörundsson

Tilkynnt var um líkamsárás í verslun í Kópavogi á þriðja tímanum í nótt. Þrír menn réðust á starfsmann og höfðu á brott með sér vörur úr versluninni. Ekki er vitað um meiðsl starfsmannsins, samkvæmt dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, en málið er í rannsókn.

Á áttunda tímanum í gærkvöldi stöðvaði lögreglan bifreið í Kópavogi (hverfi 201) og er ökumaðurinn grunaður um ölvun við akstur, ítrekaðan akstur sviptur ökuréttindum og þjófnað úr verslun.

mbl.is