Greiddu rúma 2 milljarða

Alger sprenging hefur orðið í sókn Íslendinga í læknismeðferðir ytra …
Alger sprenging hefur orðið í sókn Íslendinga í læknismeðferðir ytra á liðnum árum. mbl.is/Ásdís Ásgeirsdóttir

Greiðslur Sjúkratrygginga Íslands vegna læknismeðferða Íslendinga erlendis fóru í fyrsta sinn yfir tvo milljarða króna á síðasta ári. Þó að árið hafi enn ekki verið gert upp að fullu er ljóst að þessar greiðslur námu minnst 2,1 milljarði króna.

Tölur yfir stærstu málaflokka, sem teknar voru saman fyrir Morgunblaðið, ná aðeins yfir fyrstu tíu mánuði ársins svo ljóst má vera að þessi tala verður talsvert hærri. Samkvæmt upplýsingum frá Höllu Erlendsdóttur, deildarstjóra hjá Sjúkratryggingum Íslands, á enn eftir að skrá „töluverðan málafjölda“ frá 2019.

Tölur SÍ sýna að alls leituðu 1.476 Íslendingar sér læknismeðferðar erlendis fyrstu tíu mánuði síðasta árs. Það er meira en allt árið þar á undan sem þó var metár. Aukin sókn í læknismeðferðir síðustu misseri er að líkindum vegna tannlækninga þó að það hafi ekki fengist staðfest hjá Sjúkratryggingum. Fjölmargir Íslendingar hafa sömuleiðis farið í liðskiptaaðgerðir í útlöndum á liðnum árum, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Alger sprenging hefur orðið í sókn Íslendinga í læknismeðferðir ytra á liðnum árum. Árið 2016 fóru 606 einstaklingar utan í þeim tilgangi, árið 2017 voru þeir 793 en árið 2018 voru þeir 1.422. Enn eitt metárið er nú að baki.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »