Ríkislögmaður í veikindaleyfi

Einar Karl Hallvarðsson ríkislögmaður.
Einar Karl Hallvarðsson ríkislögmaður. mbl.is/Styrmir Kári

Einar Karl Hallvarðsson ríkislögmaður er kominn í ótímabundið veikindaleyfi.

Fréttablaðið greindi frá þessu í morgun og hafði eftir forsætisráðherra að annar verði settur í hans stað til þriggja mánaða.

Ríkislögmaður heyrir undir Stjórnarráðið og er skipaður af forsætisráðherra til fimm ára í senn. Einar Karl var fyrst skipaður í embættið árið 2011 og hefur því gegnt því í níu ár.

Aðstoðarmaður forsætisráðherra segir fund vera í gangi vegna málsins og er von á fréttatilkynningu að honum loknum.

mbl.is