Iceland innkallar súkkulaðibúðing

Búðingurinn innkallaði.
Búðingurinn innkallaði. Ljósmynd/Aðsend

Verslunin Iceland hefur innkallað  „No Moo Chocolate Puddings“.  Búðingarnir eru merktir sem vegan en gætu innihaldið snefilmagn af mjólkurvörum, að því er fram kemur í tilkynningu.

Búið er að upplýsa heilbrigðiseftirlitið um vöruna.

Í tilkynningunni kemur fram að viðskiptavinir Iceland geti skilað vörunni gegn endurgreiðslu í öllum verslunum Iceland.

mbl.is