Samningur vegna útgöngu Bretlands

Utanríkisráðherrar Noregs, Liechtenstein og Íslands ásamt útgöngumálaráðherra Bretlands við athöfn …
Utanríkisráðherrar Noregs, Liechtenstein og Íslands ásamt útgöngumálaráðherra Bretlands við athöfn í gær.

„Við erum vel í stakk búin fyrir framtíðarviðræður okkar við Bretland og hlökkum til að takast á við þetta mikilvæga verkefni. Markmið okkar er að gera nýjan samning sem tryggir langvarandi tengsl ríkjanna, þar á meðal á sviði viðskipta.“

Þetta segir Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra í Morgunblaðinu í dag. Hann undirritaði í gær ásamt utanríkisráðherrum Noregs og Liechtenstein samning við Bretland vegna útgöngu Bretlands úr Evrópska efnahagssvæðinu.

Samningurinn við Ísland og hin EFTA-ríkin innan EES leysir úr viðeigandi útgönguskilmálum með sambærilegum hætti og gert er í útgöngusamningi Bretlands og ESB.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert