Ekki lengur hægt að bóka hjá Juneyao

Flugstöð Leifs Eiríkssonar.
Flugstöð Leifs Eiríkssonar. mbl.is/​Hari

Ekki er lengur hægt að bóka sæti í sjö fyrstu flugferðir kínverska flugfélagsins Juneyao, sem mun fljúga á milli Sjanghæ og Íslands frá mars til loka október, vegna óvissu í kringum kórónuveiruna.

Talsmaður flugfélagsins staðfestir þetta við Túrista.is. Hann bætir við að um tímabundið ástand sé að ræða og að ferðunum hafi ekki verið aflýst.

Samtals verða þrjátíu flugferðir í boði á milli Sjanghæ í Kína og Íslands með viðkomu í Helsinki í Finnlandi frá mars fram í október.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert