Braust inn og réðst á húsráðanda

mbl.is/Kristinn Magnússon

Húsráðandi í miðbænum (hverfi 101) vaknaði upp við að ókunnugur maður kom inn um svaladyrnar hjá honum á öðrum tímanum í nótt. Maðurinn réðst á húsráðanda sem hlaut nokkra sjáanlega áverka. Maðurinn komst undan en málið er í rannsókn og unnið eftir ýmsum vísbendingum að því er segir í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Alls voru 42 mál bókuð hjá lögreglunni frá klukkan 17 í gær þangað til 5 í morgun. Tveir eru vistaðir í fangageymslum lögreglunnar.

Lögreglan fékk tilkynningu um yfirstandandi innbrot í geymslur í fjölbýlishúsi í hverfi 101 um eitt í nótt. Sakborningur var handtekinn á vettvangi og vistaður í fangageymslu.

Tveir voru handteknir grunaðir um akstur undir áhrifum áfengis, fíkniefna eða hvors tveggja. Látnir lausir að loknum sýnatökum.

Tilkynnt var um innbrot í geymslur í fjölbýlishúsi í Austurborginni (hverfi 105) um klukkan 20. Óljóst á þessu stigi hverju var stolið segir í dagbók lögreglunnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert