Fólk sett í fjórtán daga sóttkví

Eitt dauðsfall vegna veirunnar hefur verið staðfest utan Kína en …
Eitt dauðsfall vegna veirunnar hefur verið staðfest utan Kína en það var á Filippseyjum. AFP

Sóttvarnalæknir mælir enn með því að fólk sleppi ónauðsynlegum ferðum til Kína. Þá er mælst til þess að þeir sem komi þaðan verði í sóttkví í fjórtán daga til komu til landsins til öryggis. Að jafnaði koma einkenni fram 4-8 dögum eftir smit.

Lokaákvörðun um verstu sviðsmynd verður tekin síðar í vikunni, að því er fram kemur í nýrri stöðuskýrslu almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra um kórónuveiruna.

Mikil áhersla er lögð á að stofnanir og atvinnulífið uppfæri viðbragðsáætlanir til að gera ráð fyrir verstu mögulegu aðstæðum þar sem allt að helmingur starfsfólks gæti forfallast vegna kórónuveirunnar.

Reynt hefur verið að ná til ferðamanna frá Kína með margvíslegum leiðum. Ef þeir leita til heilsugæslunnar eru þeir beðnir um að vera í sóttkví næstu 14 daga.

24.530 einstaklingar hafa sýkst af kórónuveirunni og 493 látist. Alls hafa 942 náð sér eftir veikindin.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert