Flokksráðsfundur VG í beinni útsendingu

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og formaður VG.
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og formaður VG. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Heilbrigðismál verða í aðal­hlut­verki á flokkráðsfundi Vinstri grænna sem hefst klukkan fimm í dag og mun standa yfir í Félagsheimili Seltjarnarness fram á morgun.

Í tilkynningu frá VG kemur fram að öll stærstu pólitísku málin í upphafi þriðja áratugar þessarar aldar verði krufin til mergjar á fundinum. Dagskrána má nálgast hér.

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, varaformaður VG, setur flokksráðsfundinn í dag. Hann hefst á ræðu varaformanns og ræðu Katrínar Jakobsdóttur, formanns VG, strax í kjölfarið. Hægt verður að fylgjast með þeim báðum í meðfylgjandi streymi:

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert