Strákafélag í Kópavogi varð stórveldi

HK 50 ára. Gestir fjölmenntu á afmælishátíðina í Kórnum.
HK 50 ára. Gestir fjölmenntu á afmælishátíðina í Kórnum. Ljósmynd/Marteinn Sigurgeirsson

Íþróttaaðstaðan í Kórnum í Kópavogi er ein sú glæsilegasta á landinu og framar öllum vonum átta 12 ára stráka á Kársnesinu í Kópavogi, þegar þeir byrjuðu að æfa handbolta undir nafni Handboltafélags Kópavogs í gamla ÍR-salnum við Túngötu í Reykjavík fyrir hálfri öld.

„Við ætluðum okkur að verða stórt og öflugt félag, töluðum strax um það digurbarkalega og ótrúlegur draumur hefur ræst,“ segir Magnús Gíslason, einn frumherjanna, og vísar til þess að þeir hafi verið duglegir að minna á sig í fjölmiðlum.

Magnús er varaformaður UMSK, hefur verið viðloðandi HK alla tíð og var samfellt í stjórn frá 1990 þar til í fyrra, þegar hann hætti sem varaformaður aðalstjórnar. „Við stofnuðum púkafélagið heima í stofu, ég var formaður þess, og við tókum þátt í fyrsta Íslandsmótinu sem gestir því félagið var ekki samþykkt. Svo stofnuðum við Handknattleiksfélag Kópavogs eftir áramótin, 26. janúar 1970, í skólastofunni í Kársnesskóla og þá tóku foreldrar okkar við stjórninni.“ Hann bætir við að blakdeild HK hafi verið stofnuð árið 1974. „Hún er ein elsta og fjölmennasta blakdeild landsins og stofnandinn Albert N.K. Valdimarsson hefur oft verið nefndur faðir blaksins á Íslandi.“

Íþróttafélag Kópavogs var stofnað 1976 og gekk inn í HK 1991 með stofnun knattspyrnudeildar HK. Sigurjón Sigurðsson var fyrsti formaður deildarinnar ásamt því að vera varaformaður HK. Hann hefur verið í aðalstjórn félagsins frá þeim tíma, þar af sem formaður síðan 2006, en fyrir sameininguna var hann formaður ÍK eftir að hafa byrjað þar í stjórn 1989.

Sjá viðtal við Magnús Gíslason og Sigurjón Sigurðsson í heild á baksíðu  Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert