Einkareknar hæstar

Heilsugæsla miðbæjarsins við Vesturgötu.
Heilsugæsla miðbæjarsins við Vesturgötu. mbl.is/Árni Sæberg

Einkareknar heilsugæslustöðvar á höfuðborgarsvæðinu komu best út í könnun meðal þeirra sem hafa nýtt sér þjónustu heilsugæslustöðva.

Könnunin, sem var gerð af fyrirtækinu Maskínu fyrir Sjúkratryggingar Íslands, hefur ekki verið gerð opinber en Morgunblaðið hefur niðurstöður hennar undir höndum.

Alls eru 19 heilsugæslustöðvar á höfuðborgarsvæðinu. Voru þátttakendur í könnuninni spurðir hversu mikið eða lítið traust þeir bæru almennt til heilsugæslunnar. Gátu þeir svarað á fimm vegu, þ.e. mjög mikið, fremur mikið, í meðallagi, fremur lítið og mjög lítið.

Þegar vegin heildareinkunn var tekin saman á skalanum 1-5 skoruðu tvær stöðvar hæst og fengu einkunnina 4,15. Það voru Heilsugæslan Höfða og Heilsugæslan Salahverfi. Fast á hæla þeim kom Heilsugæslan Seltjarnarnesi og Vesturbæ með 4,08 og Heilsugæslan Lágmúla með 4,06. Allar stöðvarnar, að þeirri sem þjónustar Seltjarnarnes og Vesturbæ undanskilinni, eru einkareknar. Fjórða einkarekna stöðin, Heilsugæslan Urðarhvarfi, fékk einkunnina 4 og kom skammt á eftir Heilsugæslunni Árbæ og Heilsugæslunni Efra-Breiðholti.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert