Grunaður um kynferðisbrot gegn drengjum

Málið er á borði lögreglunnar á Suðurnesjum.
Málið er á borði lögreglunnar á Suðurnesjum.

Bandarískur karlmaður er í gæsluvarðhaldi hjá lögreglunni á Suðurnesjum en maðurinn er grunaður um kynferðisbrot gegn drengjum í nokkrum löndum, meðal annars hér á landi.

Greint var frá málinu í hádegisfréttum Ríkisútvarpsins en maðurinn hefur setið í varðhaldi frá því í byrjun mánaðarins.

Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, staðfestir við mbl.is að mál bandarísks karlmanns sé til rannsóknar hjá lögreglunni í hans umdæmi í tengslum við grun um kynferðisbrot.

Ólafur staðfestir enn fremur að samband hefur verið haft við lögregluyfirvöld annars staðar.

Samkvæmt frétt RÚV er maðurinn grunaður um að tæla drengi á samfélagsmiðlum en málið teygir anga sína út fyrir landsteinana. Drengirnir eru sumir hverjir á fermingaraldri en maðurinn á fertugsaldri.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert