Erfið færð í nótt

mbl.is/Kristinn Magnússon

Aðstoða þurfti ökumenn í Öxnadalnum í nótt vegna slæmrar færðar og vonskuveðurs. Að sögn lögreglu var mjög vont veður í nágrenni Akureyrar í nótt en veðrið er heldur að ganga yfir.

Björgunarsveitarfólk tók þátt í að aðstoða lögreglu bæði við sjúkraflutninga og fólk sem hafði lent í vandræðum. Flutningabíll fór út af í Fljótunum og þurfti að flytja ökumanninn á Heilbrigðisstofnun Siglufjarðar með björgunarsveitarbíl. 

Óvissustig er í gildi á Siglufjarðarvegi og Ólafsfjarðarmúla vegna snjóflóðahættu. Gular viðvaranir eru í gildi fram á kvöld við Breiðafjörð, á Vestfjörðum, Ströndum og Norðurlandi vestra, Norðurlandi eystra og Austfjörðum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert