Slasaðist á fæti í Reykjadal

Reykjadalur.
Reykjadalur. mbl.is/Golli

Óskað var eftir aðstoð björgunarsveita í dag vegna konu sem slasaðist á fæti í Reykjadal fyrir ofan Hveragerði.

Björgunarsveitarmenn fóru á staðinn ásamt sjúkraflutningamönnum og fluttu hana á sexhjóli niður dalinn. Hún var komin inn í sjúkrabíl fyrir um hálftíma.

Að sögn Davíðs Más Bjarnasonar, upplýsingafulltrúa Slysavarnafélagsins Landsbjargar, er konan á miðjum aldri. Hún hafði meiðst á ökkla og átti erfitt með gang.

mbl.is