Efling stefnir á frekari verkfallsagerðir á næstunni

Frá mótælum Eflingar.
Frá mótælum Eflingar. mbl.is/Kristinn Magnússon

Hert er nú á þunga aðgerða hjá Eflingu – stéttarfélagi en félagsmenn sem starfa hjá einkareknum skólum og hjá sveitarfélögum öðrum en Reykjavíkurborg greiða atkvæði í næstu viku um ótímabundin verkföll. Gert er ráð fyrir að verkföllin hefjist mánudaginn 9. mars og taka þau til á fimmta hundrað manns í Eflingu.

Rúmlega 270 félagsmenn Eflingar starfa undir samningi við Samband íslenskra sveitarfélaga. Þar á í hlut ófaglært fólk sem starfar hjá Kópavogsbæ og Seljarnarnesbæ og sinnir umönnun, viðhaldi gatna og fleiru slíku. Samninganefnd Eflingar segir viðræður við þennan viðsemjanda árangurslausar og eftir fund hjá ríkissáttasemjara í gær var samþykkt að stefna á verkfall.

Rúmlega 240 félagsmenn Eflingar starfa hjá einkareknum skólum sem eiga aðild að Samtökum sjálfstæðra skóla. Tillaga um verkfallsboðun þeirra var lögð fram að höfðu samráði við trúnaðarmenn. Um yrði að ræða samúðarverkfall með verkfalli Eflingarfélaga hjá Reykjavíkurborg. Atkvæðagreiðslur um verkfallsboðanir hefjast á hádegi nk. þriðjudag og standa til hádegis laugardaginn 29. febrúar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert