Hjólastólalyfta sett upp á Bessastöðum

Framkvæmdir vegna lyftunnar eru í fullum gangi á Bessastöðum.
Framkvæmdir vegna lyftunnar eru í fullum gangi á Bessastöðum. Ljósmynd/Forsetaembættið

Stutt er í að fólk sem notar hjólastól geti nýtt sér nýja lyftu sem verður sett upp við útidyratröppurnar að Bessastöðum.

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, greinir frá þessu á Facebook-síðu sinni.

„Hlýtur það að teljast til bóta þótt enn sé verk að vinna,“ skrifar forsetinn, sem nefnir einnig að unnið hafi verið að fleiri nauðsynlegum endurbótum á Bessastöðum undanfarið.

mbl.is

Bloggað um fréttina