Kinnbeinsbraut samstarfsfélagann

Dómhúsið við Lækjartorg.
Dómhúsið við Lækjartorg. mbl.is/Þór

Maður var á fimmtudag í Héraðsdómi Reykjavíkur sakfelldur fyrir brot gegn 1. mgr. 218. gr. almennra hegningarlaga fyrir að hafa slegið samstarfsmann sinn í tvígang í andlitið, með þeim afleiðingum að brot kom í kinnbein brotaþola.

Sýndi vöðvana

Voru málsatvik þannig að aðfaranótt 18. september 2017 kom dómfelldi, eftir tólf tíma vakt við rútuakstur, með rútuna, sem hann var á, á verkstæði fyrirtækisins sökum þess að stuðari hennar var laus.

Bar dómfelldi við að brotaþoli, sem starfaði á verkstæðinu, hafi spurt hvað hefði gerst með bifreiðina. Dómfelldi hafi svarað að hann vissi það ekki en brotaþoli hafi þá borið það upp á hann að hann væri að ljúga. Varð af nokkurt orðaskak milli mannanna tveggja, þeir hefðu hrækt framan í hvor annan og sagði dómfelldi enn fremur að þá hefði brotaþoli farið úr að ofan og sýnt dómfellda hvað hann væri vöðvastæltur. Hafi ákærði þá tekið fram að brotaþoli væri mjög sterkur.

Kvaðst brotaþoli ekki muna hvort hann hefði farið úr að ofan, en það hefði þó getað gerst. Sagði hann hins vegar dómfellda hafa sagt við sig að hann gæti slegið eins og „Tyson“.

Varð úr að brotaþoli tók í eða ýtti við dómfellda og dómfelldi hafi þá slegið hann hnefahöggi vinstra megin í kinnina. Um fimm til tíu mínútum síðar sló dómfelldi brotaþola aftur. 

Dómur héraðsdóms.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert