Íslenska fjölskyldan ekki smituð

Fjölskyldan kom til Íslands frá Wuhan.
Fjölskyldan kom til Íslands frá Wuhan. AFP

Íslenska fjölskyldan sem var flutt heim til Íslands frá borginni Wuhan í Kína á föstudag er ekki smituð af kórónuveirunni COVID-19. Þetta staðfestir Rögnvaldur Ólafsson, lögreglufulltrúi hjá al­manna­varna­deild rík­is­lög­reglu­stjóra, við mbl.is.

Fjölskyldan hafði dvalið í Wuhan, þar sem kórónuveiran COVID-19 hóf útbreiðslu sína í lok síðasta árs, og óskaði eftir því að komast heim. Fólkinu var komið í sérstakt flug til Frakklands, þaðan sem flogið var með það til Reykjavíkur á föstudag.

Rögnvaldur segir að sýni hafi verið tekin af fjölskyldunni við heimkomu og voru þau öll neikvæð.

Þrátt fyrir það verður áfram fylgst með fjölskyldunni og þarf hún að dvelja í fjórtán daga sóttkví. 

Enn hef­ur eng­inn greinst með kór­ónu­veiruna COVID-19 á Íslandi, en alls hafa 33 sýni verið rann­sökuð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert