Gul viðvörun og erfið akstursskilyrði

Gular viðvaranir taka gildi á suðurhluta landsins eftir hádegi á …
Gular viðvaranir taka gildi á suðurhluta landsins eftir hádegi á morgun. Kort/Veðurstofa Íslands

Spár gera ráð fyrir hvassviðri eða stormi með vindhraða á bilinu 15 til 28 m/s á Suðurlandi og Suðausturlandi eftir hádegi á morgun. Gefnar hafa verið út gular viðvaranir vegna austan hríðar og hvassviðris og gilda þær frá því eftir hádegi á morgun og fram á föstudagsmorgun.

Hvassast verður undir Eyjafjöllum og í Öræfum þar sem vindstrengir geta staðbundið farið yfir 35 m/s. 

Búast má við éljagangi um tíma, en við suðurströndina er snjókomubakki sem gæti borist inná land með samfelldri ofankomu og lélegu skyggni. 

Akstursskilyrði gætu orðið erfið og vegir ófærir, sérstaklega milli Hvolsvallar og Víkur, á Hellisheiði, Mýrdalssandi og í Öræfum. 

Veðurvefur mbl.is.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert