Borgarholtsskóli í úrslit Gettu betur eftir æsispennandi keppni

Lið Borgarholtsskóla veltir því hér fyrir sér hvort sætar kartöflur …
Lið Borgarholtsskóla veltir því hér fyrir sér hvort sætar kartöflur gætu mögulega verið svarið við úrslitaspurningu keppninnar. Svo reyndist vera. Skjáskot úr útsendingu RÚV frá keppni kvöldsins

Borgarholtsskóli komst í úrslit Gettu betur í kvöld eftir 28-24 sigur gegn Fjölbrautaskólanum við Ármúla í æsispennandi undanúrslitaviðureign. Úrslit keppninnar réðust í bráðabana, þar sem lið Borgarholtsskóla tryggði sér sigur með því að verða fyrri til að svara tveimur bjölluspurningum rétt.

Það verða því þau Fanney Ósk, Magnús Hrafn og Viktor Hugi sem keppa fyrir hönd Borgarholtsskóla í úrslitaviðureign Gettu betur, en í næstu viku mun ráðast hvort það verður lið Menntaskólans í Reykjavík eða Verzlunarskóla Íslands sem mætir Borgarholtsskóla þar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert