Eru undirbúin og fylgja skipulagi

Fólk er hvatt til að huga að hreinlæti.
Fólk er hvatt til að huga að hreinlæti. AFP

„Við fylgjum skipulagi okkar. Við höfum verið að búa okkur undir þetta og vinnum samkvæmt plani,“ segir Rögnvaldur Ólafsson, verkefnastjóri almannavarnadeildar. Hættustig vegna almannavarna hefur verið virkjað vegna þess að fyrsta til­felli af kór­óna­veiru COVID-19 hefur grein­st á Íslandi. 

Íslensk­ur karl­maður á fimm­tugs­aldri hef­ur verið færður í ein­angr­un á Land­spít­ala eft­ir að sýni úr hon­um reynd­ist já­kvætt fyr­ir nýrri kór­óna­veiru. Maður­inn er ekki al­var­lega veik­ur en sýn­ir dæmi­gerð ein­kenni COVID-19 sjúk­dóms, það er hósta, hita og bein­verk­i.

Eitt af verkefnum almannavarnadeildar er að kortleggja mögulegar smitleiðir, að sögn Rögnvaldar. Maður­inn sem greind­ist var ný­verið stadd­ur á Norður-Ítal­íu utan skil­greinds hættu­svæðis fyr­ir veiruna.

Blaðamannafundur verður haldinn klukkan 16 og flytur mbl.is fréttir af fundinum. 

Rögnvaldur hvetur fólk til að fylgjast með tilkynningum á vef embættis landlæknis og fylgja fyrirmælum sóttvarnalæknis og landlæknis. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert