Legsteinaskáli stöðvaður öðru sinni

Uppbygging í þágu Páls Guðmundssonar, listamanns í Húsafelli, hefur tafist …
Uppbygging í þágu Páls Guðmundssonar, listamanns í Húsafelli, hefur tafist mjög vegna ágreinings við nágranna og málareksturs. mbl.is/Sigurður Bogi

Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur vísað frá kröfu landeiganda Húsafells 1 um ógildingu ákvörðunar sveitarstjórnar Borgarbyggðar um að fela byggingarfulltrúa að samþykkja umsókn um byggingarleyfi fyrir legsteinaskála að Bæjargildi í landi Húsafells.

Hins vegar felldi nefndin úr gildi ákvörðun byggingafulltrúans að veita byggingarleyfi fyrir þessu sama húsi, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Rök nefndarinnar fyrir því að vísa frá kröfu um ógildingu ákvörðunar sveitarstjórnar frá 9. maí á síðasta áru eru þau að það hafi ekki verið lokaákvörðun því það sé hlutverk byggingafulltrúa að taka endanlega ákvörðun um samþykkt byggingaráforma og útgáfu byggingarleyfis.

Ástæðan fyrir því að ákvörðun byggingafulltrúa frá 28. maí í fyrra um útgáfu byggingarleyfisins var felld úr gildi er hins vegar sú að bygging legsteinaskálans samræmist ekki aðalskipulagi, þar sem umrætt land er skilgreint sem landbúnaðarsvæði.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert