Reisa á nýtt hjúkrunarheimili

Kjartan Már Kjartansson og Svandís Svavarsdóttir skrifa undir samninginn.
Kjartan Már Kjartansson og Svandís Svavarsdóttir skrifa undir samninginn.

„Þörfin fyrir fleiri hjúkrunarrými á svæðinu er brýn. Við nýtum þetta ár til undirbúnings og að fullhanna nýtt hjúkrunarheimili. Síðan er gert ráð fyrir að framkvæmdir hefjist af fullum krafti á næsta ári,“ segir Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri í Reykjanesbæ.

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra og Kjartan Már undirrituðu í gær samning um nýtt 60 rýma hjúkrunarheimili í bæjarfélaginu.

Gert er ráð fyrir að heimilið verði tekið í notkun um mitt ár 2023. Nýbyggingin verður við hlið núverandi hjúkrunarheimilis á Nesvöllum í Njarðvík og byggingar samtengdar. Er það í samræmi við áherslur Reykjanesbæjar, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert