Hópárás í Bankastræti í nótt

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fékk tilkynningu um að hópur manna væri …
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fékk tilkynningu um að hópur manna væri að ráðast á einn mann í Bankastræti í miðborg Reykjavíkur um klukkan hálfþrjú í nótt. mbl.is/Eggert

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fékk tilkynningu um að hópur manna væri að ráðast á einn mann í Bankastræti í miðborg Reykjavíkur um klukkan hálfþrjú í nótt.

Er lögregla kom á staðinn voru árásarmennirnir á bak og burt, en sá sem varð fyrir árásinni var fluttur með sjúkrabifreið á bráðamóttöku Landspítala. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu, en ekkert er sagt vitað um meiðsl mannsins.

Önnur líkamsárás átti sér stað á þriðja tímanum í nótt við veitingahús í Breiðholti. Þar náði lögregla að hafa hendur í hári árásarmannsins og var þeim manni stungið í steininn. Lögregla rannsakar málið.

mbl.is