Staðfest kórónuveirusmit orðin 16

Tólf hinna smituðu komu frá Verona á Ítalíu og fjórir …
Tólf hinna smituðu komu frá Verona á Ítalíu og fjórir smitaðir komu frá Þýskalandi. Alls hafa 230 sýni verið rannsökuð hér á landi. mbl.is/Árni Sæberg

Alls voru í gær sjö ný kórónuveirusmit staðfest af sýkla- og veirufræðideild Landspítala. Eru smit því orðin 16 talsins hér á landi. Þetta staðfesti Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra, við Morgunblaðið seint í gærkvöldi.

„Þau eru með það sem kalla má hefðbundin flensueinkenni, ekki mikið veik,“ segir Víðir og bætir við að fólkið, karl og kona á sextugsaldri, hafi komið hingað til lands frá Veróna á Ítalíu og í gegnum München í Þýskalandi.

Aðspurður í Morgunblaðinu í dag segir hann nú búið að greina um 230 sýni hér á landi. „Þetta er í raun alveg ótrúlegur fjöldi sem búið er að skoða. Þessir tveir einstaklingar sem hér um ræðir eru hluti af þessum hópi sem við erum búin að fylgjast með og voru í sóttkví,“ bætir hann við. Þá segir hann nú einungis tímaspursmál hvenær einstaklingur smitast innanlands. „Það styttist í það.“

mbl.is

Bloggað um fréttina