Verulega dregur úr flugi til Íslands

Sætaframboð og fjöldi koma og brottfara til og frá Keflavíkurflugvelli.
Sætaframboð og fjöldi koma og brottfara til og frá Keflavíkurflugvelli. mbl.is

Útlit er fyrir að sætaframboð í flugferðum á Keflavíkurflugvelli verði 25% minna fyrstu þrjá mánuði ársins en sömu mánuði í fyrra. Alls var framboðið um 2 milljónir sæta á fyrsta ársfjórðungi í fyrra en verður að óbreyttu um 1,5 milljónir sæta á fyrsta fjórðungi í ár.

Þetta má lesa úr svari upplýsingafulltrúa Isavia við fyrirspurn Morgunblaðsins. Þróunin í framboðinu frá ársbyrjun 2017 er sýnd á grafinu hér fyrir ofan.

Sé litið til fyrstu tíu mánaða ársins er útlit fyrir að þá verði 5,2 milljónir flugsæta í boði á Keflavíkurflugvelli. Til samanburðar voru 5,4 milljón flugsæti í boði þessa mánuði í fyrra. Það yrði um 4% samdráttur milli ára. Hafa ber í huga að WOW var í fullum rekstri til 28. mars í fyrra.

600 þúsund færri sæti en 2018

Samanlagt er gert ráð fyrir 600 þúsund færri flugsætum fyrstu tíu mánuði ársins en sömu mánuði í fyrra. Munurinn milli 2018 og 2020 er enn meiri. Fyrra árið voru flugsætin 9,9 milljónir, eða 3,1 milljón fleiri en útlit er fyrir að þau verði fyrstu tíu mánuðina í ár. Það er ríflega 30% samdráttur á tveimur árum, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »