Nánast sama tilboð í 11 mánuði

Baráttufundur. Mörg BHM-félög og hjúkrunarfræðingar eiga ósamið.
Baráttufundur. Mörg BHM-félög og hjúkrunarfræðingar eiga ósamið. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Enn er ósamið við fjölda stéttarfélaga Alls eiga þrettán aðildarfélög BHM enn ósamið við samninganefnd ríkisins og sami fjöldi BHM-félaga á einnig enn ósamið við Reykjavíkurborg og/eða samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Átta aðildarfélög BHM hafa hins vegar lokið gerð kjarasamninga við ríkið samkvæmt upplýsingum sem fengust hjá BHM.

Maríanna H. Helgadóttir, formaður Félags íslenskra náttúrufræðinga, sem er eitt þeirra ellefu BHM-félaga sem hafa verið í samfloti í viðræðunum, sagðist í gær ekki hafa séð nýgerða samninga BSRB-félaganna og gæti því ekki svarað því hvort þeir gætu greitt fyrir í kjaraviðræðum háskólamanna.

„Við eigum fund með ríkinu í þessari viku, þ.e. þessi 11 félög BHM sem eiga ósamið enn þá við ríkið. Þá kemur í ljós hvort nánast sama tilboðið sé enn og aftur lagt á borðið fyrir okkur, en nánast sama tilboðið hefur reglulega verið lagt fram á samningaborðið fyrir okkur sl. 11 mánuði,“ segir hún í svari til blaðsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert