Seldu 416 þúsund lítra af áfengi

Salan í Vínbúðunum var nokkru meiri í síðustu viku en í sambærilegri viku fyrir ári. Samtals seldust 416 þúsund lítrar af áfengi í liðinni viku en 383 þúsund lítrar 11.-16. mars í fyrra. Aukningin í vikunni nam 8,65%, samkvæmt upplýsingum frá fyrirtækinu.

Salan var heldur minni í Vínbúðunum mánudag, þriðjudag, miðvikudag og laugardag í síðustu viku en á sama tíma í fyrra. Á fimmtudag og föstudag varð hins vegar talsverð aukning og þá sérstaklega á föstudaginn. Þá voru seldir 32 þúsund fleiri lítrar í Vínbúðunum en föstudaginn 15. mars í fyrra, eða 165 þúsund lítrar á móti 133 þúsund lítrum, sem er um 24% aukning. Á sama tíma voru miklar annir víða í stórmörkuðum á höfuðborgarsvæðinu.

Velji rólegri tíma

Að jafnaði koma flestir viðskiptavinir í Vínbúðirnar seinnihluta dags á föstudögum og laugardögum. Á heimasíðu Vínbúðanna eru viðskiptavinir beðnir um að hafa það í huga og eru hvattir til að velja rólegri tíma til að koma við í Vínbúðunum ef þeir hafa tök á, þ.e. fyrri hluta dags og fyrri hluta vikunnar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur: