Meta svigrúmið til vaxtalækkana

Stóru bankarnir þrír kanna nú hvort þeir muni lækka vexti í kjölfar vaxtalækkunar Seðlabankans. Meginvextir lækkuðu í gær um hálft prósentustig í annað sinn á einni viku og eru nú komnir í 1,75%.

Hafa vextirnir lækkað nokkuð stöðugt síðustu misseri. Meginvextir voru 5,75% í ágúst 2016 en hafa síðan lækkað um fjögur prósentustig.

Til að setja þessar tölur í samhengi býður lífeyrissjóðurinn Birta nú 1,69% breytilega vexti af verðtryggðum lánum. Samkvæmt upplýsingavefnum Aurbjörg.is voru það lægstu íbúðalánavextirnir sem voru í boði um hádegisbilið í gær. Þá bauð Birta 3,85% breytilega vexti af óverðtryggðum íbúðalánum sem einnig voru lægstu vextirnir.

Hjá Íslandsbanka fékkst það svar að það liggi ekki fyrir hvort bankinn lækki vexti í kjölfar vaxtalækkunar Seðlabankans. Það sé í skoðun.

Svar Arion banka varðandi sama atriði var að viðbrögð bankans ættu að liggja fyrir á næstu dögum.

Hjá Landsbankanum fékkst það svar að bankinn myndi „taka vaxtaákvörðun mjög fljótlega“.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert