Göngudeild nú í Birkiborg

Birkiborg Iðnaðarmenn voru að standsetja húsið í gærdag.
Birkiborg Iðnaðarmenn voru að standsetja húsið í gærdag.

Iðnaðarmenn unnum hörðum höndum í gær við að standsetja húsið Birkiborg á lóð Landspítalans í Fossvogi, en þar verður starfrækt sérstök göngudeild þar sem fólki með kórónuveiruna verður sinnt.

Samhliða þessu hefur verið sett upp fjarheilbrigðisþjónusta við sjúklinga í einangrun heima fyrir. Ef nauðsynlegt reynist að grípa til innlagna hefur Landspítali helgað deild A7 í Fossvogi fyrir sjúklinga í COVID-19-einangrun og mun bæta við rúmum í samræmi við þörf.

Deild þessi var sett á fót fyrir nokkrum dögum og fær nú fast aðsetur. Yfirlæknir deildarinnar er Ragnar Freyr Ingvarsson og deildarstjóri er Sólveig Sverrisdóttir. Á þriðja tug starfsmanna Landspítalans, læknar og hjúkrunarfræðingar, sinna nú ráðgjafarþjónustu og símaeftirliti hjá því fólki sem greint hefur verið með COVID-19. Fjölgað er í liðinu eftir því sem fleiri greinast. Stærsti hluti símaþjónustu göngudeildar er í Fossvogi en tök eru á stækkun á skrifstofum spítalans í Skaftahlíð.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »