Þurfa að hægja á páskaeggjaframleiðslu

Landsmenn fá páskaegg í ár og þau eru nú komin …
Landsmenn fá páskaegg í ár og þau eru nú komin í verslanir. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Áhrifanna gætir auðvitað víða en það er verið að reyna að grípa til ráðstafana þar sem það er sérstaklega mikilvægt, til að halda samfélaginu gangandi,“ segir Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins.

Hertara samkomubann vegna kórónuveirufaraldursins felur það í sér að nú mega ekki fleiri en 20 koma saman. Þetta hefur mikil áhrif á atvinnulíf í landinu, bæði á ýmsa þjónustustarfsemi en einnig stór framleiðslufyrirtæki.

Sigurður segir að Samtök iðnaðarins hafi ásamt fulltrúum úr sjávarútvegi átt samtöl við ráðamenn til að tryggja að ekkert hökt verði á matvælaframleiðslu. „Þá erum við að tala um undanþágur frá banninu eða ráðstafanir þannig að hægt sé að halda framleiðslunni gangandi. Því hefur verið mjög vel tekið. Stjórnvöld eru auðvitað öll af vilja gerð. Þau vilja sjá til þess með okkur að röskunin verði ekki meiri en þarf.“

Auðjón Guðmundsson, framkvæmdastjóri markaðs- og sölusviðs Nóa Siríuss, segir að hert samkomubann raski skipulagi framleiðslu fyrirtækisins. „Sérstaklega í páskaeggjunum. Fjöldi starfsmanna í þeim sal hefur verið yfir þessum mörkum og nú þurfum við að hægja verulega á þeirri framleiðslu.“

Páskaeggin eru komin í verslanir og segir Auðjón að lagt hafi verið upp með að vera með fyrra fallinu í ár vegna ástandsins.

Áskrifendur geta nálgast fréttina í heild sinni hér.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert