Ekki tilefni til að takmarka skólastarf frekar

Þetta kemur fram í bréfi sem sent hefur verið til …
Þetta kemur fram í bréfi sem sent hefur verið til skólastjórnenda, kennara, skólastarfsfólks og foreldra. mbl.is/Kristinn Magnússon

Landlæknir og sóttvarnalæknir vilja árétta mikilvægi þess að nemendur í leik- og grunnskólum haldi áfram að sækja skóla þrátt fyrir takmarkanir á skólastarfi.

Þetta kemur fram í bréfi sem sent hefur verið til skólastjórnenda, kennara, skólastarfsfólks og foreldra. Þar kemur fram að heilbrigð börn ættu að halda áfram að sækja sinn skóla, því námið sé mikilvægt, sem og sú virkni og það aðhald sem því fylgir.

„Að mati sóttvarnalæknis eru líkur á smiti frá ungum börnum töluvert ólíklegra en frá fullorðnum enda sýna rannsóknir hér á andi og á hinum Norðurlöndunum að smit hjá börnum er fátítt. Því má leiða líkum að því að ekki er tilefni til þess að takmarka skólastarf frekar í sóttvarnarskyni.“

Í bréfinu segir að náið sé fylgst með stöðunni og að landlæknir og sóttvarnalæknir vilji koma þeim skilaboðum til skólastjórnenda, kennara, skólastarfsfólks og foreldra að heilbrigð börn ættu að halda áfram að sækja sinn skóla, að kennarar og starfsfólk skóla séu framlínufólk í núverandi aðstæðum, en að kennarar og starfsfólk í áhættuhópum ættu þó að gæta fyllstu varúðar. Þá skuli skólar fara eftir sínum viðbragðsáætlunum komi upp grunur um smit.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert