Ásmundur Helgason metinn hæfastur

Landsréttur.
Landsréttur. mbl.is/Hallur

Dómnefnd um hæfni umsækjenda um embætti dómara við Landsrétt hefur skilað umsögn sinni um umsækjendur. Er niðurstaða dómnefndar sú að Ásmundur Helgason landsréttardómari sé hæfastur umsækjenda til að hljóta skipun í embætti dómara við Landsrétt.

Fjórar umsóknir bárust um dómaraembættið, en það var auglýst laust til umsóknar 3. janúar síðastliðinn og umsóknarfrestur var til 20. janúar. Auk Ásmundar sóttu eftirtalin um embættið; Ástráður Haraldsson héraðsdómari, Ragnheiður Bragadóttir landsréttardómari og Sandra Baldvinsdóttir héraðsdómari.

Í niðurstöðu dómnefndar segir m.a. að þegar heildstætt mat sé lagt á menntun og reynslu, ráðvendni, hæfni og skilvirkni í starfi standi Ásmundur öðrum umsækjendum framar. Ásmundur starfaði í ríflega sjö og hálft ár sem héraðsdómari við Héraðsdóm Reykjavíkur en tók við embætti landsréttardómara í janúar 2018.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »