Lífshættir breytast skjótt

Tómlegt er um að litast á ferðamannaslóðum, ekki síst á …
Tómlegt er um að litast á ferðamannaslóðum, ekki síst á Suðurnesjum þar sem tekið er á móti flestum ferðamönnum. Flugstöð Leifs Eiríkssonar er gott dæmi um það. Þar voru felldar niður 55 flugferðir í gær. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Samkomubann, sóttkví og aðrar aðgerðir til að hamla útbreiðslu kórónuveikinnar hafa breytt lífsmynstri margra undanfarna daga. Margir vinna og læra heima og sækja ýmiss konar afþreyingu þar.

Birtast breytingarnar meðal annars í því að notkun farsíma hefur tvöfaldast í mínútum talið, samkvæmt upplýsingum Símans og Vodafone. Gagnamagn heimatenginga hefur sömuleiðis aukist umtalsvert, símtöl í gamla heimasímann hafa aukist og sjónvarpsáhorf hefur farið í hæstu hæðir.

„Vikan var eins og jóla- eða páskafrí og við búumst við því að þessi vika gæti orðið enn stærri,“ segir Bryndís Þóra Þórðardóttir, vörustjóri hjá Símanum, um notkun á Sjónvarpi Símans. Netnotkun hefur sömuleiðis aukist mikið á daginn. Fólk hættir gjarnan streyminu klukkan 14 til að horfa á blaðamannafund almannavarna.

Umferðin minnkar stórlega

Breytingar á lífsháttum koma ekki síður fram í umferðartölum. Umferðin á höfuðborgarsvæðinu hefur dregist saman um 15% frá sama tíma í fyrra og enn meira á Hringveginum, þar sem mesti samdrátturinn er nærri 42%. Gríðarlegur samdráttur hefur orðið í nýtingu bílastæða og bílastæðahúsa í miðbæ Reykjavíkur. Innkoma í stöðumæla hefur minnkað um 70-80% milli mánaða.

Frétt af vef Vegagerðarinnar

Sömu sögu er að segja um flugumferð. Þannig voru aðeins 11 komur og brottfarir um Keflavíkurflugvöll í gær en 55 flugferðum aflýst, að því er fram  kemur í umfjöllun um þessi mál í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »