„Ég hlýði Víði“

Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra, hefur látið að sér kveða …
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra, hefur látið að sér kveða á upplýsingafundum almannavarna og vekja lokaorð hans oftar en ekki athygli. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Þetta er ekki búið, við þökkum fyrir þessa samheldni og samstöðu, þetta snýst um að hlýða Víði.“ Þannig voru lokaorð Sig­ríðar Bjarkar Guðjóns­dóttur rík­is­lög­reglu­stjóra á fundi almannavarna í dag. 

Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra, hefur fengið mikið lof fyrir frammistöðu sína í framlínu almannavarna í baráttunni gegn kórónuveirunni hér á landi, ekki síst vegna þess sem hann hefur fram að færa í lok hvers upplýsingafundar. 

Í dag kom hann inn á ábendingar sem almannavörnum hafa borist þess efnis að hárgreiðslustofur, sem bar að loka í kjölfar herts samkomubanns, hafi sumar hverjar fært starfsemi sína í heimahús. 

„Come on. Það er ekki að ástæðulausu að við settum þetta bann á. Það er ekkert hættuminna að gera þetta heima hjá sér heldur en á hárgreiðslustofum. Við verðum bara að vera með ljóta hárgreiðslu næstu vikurnar. Við verðum að lifa með því,“ sagði Víðir. 

Víðir sagði einnig dæmi um að sótt sé um undanþágur frá samkomubanni fyrir viðburði eða starfsemi sem alveg mega bíða. „Þetta samkomubann og þessar takmarkanir eru settar með þeim tilgangi að verja líf.“

Frasinn „Ég hlýði Víði“ er því farinn að heyrast æ oftar í samfélaginu og nú er til að mynda hægt að ná í sérstak snið fyrir forsíðumyndir á Facebook með áletruninni. Ef vel er að gáð má sjá að Birgir nokkur Ómarsson stendur fyrir framtakinu. Fjölmargir hafa nýtt sér sniðið, til að mynda Lovísa Árnadóttir, upplýsingafulltrúi Samorku, sem gaf góðfúslegt leyfi fyrir myndbirtingu.

Lovísa Árnadóttir, upplýsingafulltrúi Samorku, hlýðir Víði og hvetur landsmenn til …
Lovísa Árnadóttir, upplýsingafulltrúi Samorku, hlýðir Víði og hvetur landsmenn til að gera slíkt hið sama. Ljósmynd/Facebook

Sniðið „Ég hlýði Víði“ má nálgast hér

mbl.is

Bloggað um fréttina

Stöndum saman

Við hjá Árvakri viljum vekja athygli á því sem vel er gert á þessum erfiðu tímum. Ef þú ert með góða sögu af fyrirtækjum og einstaklingum sem eru að gera gott, sendu okkur ábendingu á netfangið stondumsaman@mbl.is.

Stöndum saman

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert