Þyrla og björgunarsveitir kallaðar út

Þyrla Landhelgisgæslunnar.
Þyrla Landhelgisgæslunnar. mbl.is/Árni Sæberg

Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út skömmu fyrir klukkan 15 vegna vélsleðaslyss í Veiðivötnum. Björgunarsveitir hafa einnig verið kallaðar út og eru nú á leið á slysstað. Talið er að einn sé slasaður. 

Að sögn Ásgeirs Erlendssonar, upplýsingafulltrúa Landhelgisgæslunnar, tók þyrlan af stað frá Reykjavík klukkan þrjú og er nú á leið á slysstað. 

Þá segir Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, að björgunarsveitir á Suðurlandi og uppsveitum Árnessýslu hafi verið kallaðar út vegna slyssins um klukkan hálfþrjú og séu á leið á slysstað á jeppum og vélsleðum. Þá eru sjúkraflutningamenn frá Heilbrigðisstofnun Suðurlands í samfloti með björgunarsveitum. 

Davíð segir að viðbragðsaðilar reyni að nálgast slysstað úr öllum áttum og vonast til þess að björgunarsveitir nái þangað sem fyrst.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert