1,5 milljarðar vegna kórónuveirunnar

mbl.is/Eggert

Landspítali, heilsugæsla og heilbrigðisstofnanir um landið fá samtals 1,5 milljarða króna til að bregðast við kórónuveirufaraldrinum samkvæmt nefndaráliti fjárlaganefndar. 

Lagt er til að Landspítalinn fái 250 milljónir króna og 100 milljónir gangi til Sjúkrahússins á Akureyri.

Auk þess er lagt til að Landspítalinn fái 390 milljónir til að fjármagna endurbyggingu á gangi við bráðavaktina í Fossvogi sem hefur verið útbúinn fyrir COVID-19-sjúklinga. Sjúkrahúsið á Akureyri fær 120 milljónir til breytinga á sínu húsnæði.

Meiri hlutinn er vel upplýstur um að hér er aðeins um að ræða brot af heildarkostnaðinum og stefnir að því að hann verði að fullu gerður upp í öðrum fjáraukalögum. Stjórnvöld munu taka saman heildaryfirlit um öll ríkisútgjöld sem tengjast faraldrinum og fjárveitingar koma til á fleiri málefnasvið og málefnaflokka,“ segir meðal annars í nefndaráliti fjárlaganefndar við fjáraukalög.

Heilsugæslan á höfuðborgarsvæðinu fær 200 milljónir og Læknavaktin 50 milljónir.

Gerð er tillaga um samtals 400 millj. kr. framlag sem ætlað er að fjármagna veiruskimunarpróf fyrir 100 millj. kr. og hlífðarbúnað fyrir 300 millj. kr. vegna COVID-19-sjúkdómsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert